Fundu grunsamlegan pakka á flugvelli

Flugvöllurinn er merktur með rauðu á kortinu.
Flugvöllurinn er merktur með rauðu á kortinu. Kort/Google

Lögreglan á Nýja-Sjálandi lokaði seint á sunnudagskvöldi, í dag, alþjóðaflugvellinum í Dunedin eftir að tilkynnt var um grunsamlegan pakka flugbraut.

„Dunedin-flugvellinum hefur verið lokað,“ kom fram í yfirlýsingu. 

Þar var einnig greint frá því að sérfræðingar lögreglu væri á svæðinu til að skera úr um hvað væri í pakkanum.

Mikill viðbúnaður er á Nýja-Sjálandi eftir hryðjuverkin í Christchurch á föstudag, þar sem 50 voru myrtir. Talið er að árásarmaðurinn hafi búið í borginni Dunedin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert