Hugbúnaðaruppfærsla í vinnslu hjá Boeing

Boeing-vél í eigu Ethiopian Airlines. Vélin er ekki sömu gerðar ...
Boeing-vél í eigu Ethiopian Airlines. Vélin er ekki sömu gerðar og 737 Max 8-vélin sem hrapaði á sunnudag. AFP

Framkvæmdastjóri Boeing, Dennis Muilenburg, greindi frá því í dag að fyrirtækið sé að ljúka við hugbúnaðaruppfærslu í svokölluðu MCAS-kerfi sem ætlað er að hindra að flugvélar ofrísi á flugi. Kerfið hefur verið tengt við flugslysið í Indónesíu í október. 

Þetta er gert vegna mögulegrar villu í skynjarabúnaði en tvær flugvélar af tegundinni 737 Max 8 hafa brotlent á skömmum tíma, önnur í Indónesíu í október og hin í Eþíópíu fyrir viku.

Boeing kyrrsetti allar vélar sömu tegundar eftir seinna slysið vegna þess hve lík slysin voru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...