Hugbúnaðaruppfærsla í vinnslu hjá Boeing

Boeing-vél í eigu Ethiopian Airlines. Vélin er ekki sömu gerðar …
Boeing-vél í eigu Ethiopian Airlines. Vélin er ekki sömu gerðar og 737 Max 8-vélin sem hrapaði á sunnudag. AFP

Framkvæmdastjóri Boeing, Dennis Muilenburg, greindi frá því í dag að fyrirtækið sé að ljúka við hugbúnaðaruppfærslu í svokölluðu MCAS-kerfi sem ætlað er að hindra að flugvélar ofrísi á flugi. Kerfið hefur verið tengt við flugslysið í Indónesíu í október. 

Þetta er gert vegna mögulegrar villu í skynjarabúnaði en tvær flugvélar af tegundinni 737 Max 8 hafa brotlent á skömmum tíma, önnur í Indónesíu í október og hin í Eþíópíu fyrir viku.

Boeing kyrrsetti allar vélar sömu tegundar eftir seinna slysið vegna þess hve lík slysin voru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert