Biden tilkynnti óvart um framboð

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að forsetakosningarnar á næsta ...
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að forsetakosningarnar á næsta ári verði þær mikilvægustu á öldinni. AFP

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vakti mikla lukku meðal stuðningsmanna sinna í gærkvöldi þegar hann talaði um sig sem forsetaframbjóðanda. Biden var þó fljótur að grípa í taumana og sagðist hafa mismælt sig. 

Biden ávarpaði um þúsund demókrata í kvöldverðarboði í heimaríki sínu Delaware. Í ræðu sinni talaði hann meðal annars um að hann væri líklega sá forsetaframbjóðandi sem væri með framsæknustu stjórnmálastefnu af þeim sem munu bjóða sig fram til forseta. Hann var hins vegar fljótur að leiðrétta sig: „Af þeim sem gætu boðið sig fram.“

Biden þurfti reyndar að yfirgnæfa fagnaðarlætin sem brutust út vegna mismælanna. Áhorfendur stóðu upp og kyrjuðu: „Bjóddu þig fram Joe, bjóddu þig fram!“ Viðbrögð Biden voru að signa sig og segja: „Ég meinti þetta ekki!“ 

Hvað sem því líður hvort Biden muni að lokum bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári þá gefa skoðanakannanir til kynna að hann muni njóta mikils stuðnings meðal demókrata. 

Forvalið verður líklega það fjölbreyttasta í sögu Demókrataflokksins, en 15 hafa tilkynnt um framboð sitt. Biden segir að forsetakosningarnar á næsta árið verði þær mikilvægustu á öldinni. 

mbl.is
Ný Bridgestone dekk
Ný Bridgstone ónotuð 4 sumardekk til sölu 18 tommu, 225/40 R 18, Verð aðeins 60 ...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...