Þrír farast í flóðum í Bandaríkjunum

Hús í Freeport í Illinois-ríki eru hér umkringd flóðavatni úr ...
Hús í Freeport í Illinois-ríki eru hér umkringd flóðavatni úr ánni Pecatonica. AFP

Miklar rigningar og þíða hafa valdið sögulegum flóðum í nokkrum ríkjum miðvesturhluta Bandaríkjanna. BBC segir þrjá hafa látið lífið í flóðunum, m.a. mann sem var að reyna að bjarga fólki úr ísköldu flóðavatninu, og þá hafi þúsundir neyðst til að yfirgefa heimili sín.

Flóðahæð í fimm ríkjum hefur leitt til brottflutninga á íbúum og hafa flóðin lokað á vegi um nokkur byggðarlög sem fyrir vikið er ekki hægt að flytja hjálpargögn til.

Öflugur vetrarstormur fór yfir Bandaríkin í síðustu viku.

Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin, sagði hlýindi og rigningu undanfarinna daga hafa valdið því að mikið af snjó hafi bráðnað, sem hafi svo aftur valdið flóðum og krapastíflum í ám og víkum.

Ár í Missouri, Iowa og Nebraska hafa sumar náð mikilli hæð á nokkrum stöðum og var íbúum bæjanna Bartlett og Thurman til að mynda skipað að yfirgefa heimili sín er stíflugarðar brustu.

Þrír hafa farist í flóðunum og tveggja til viðbótar hefur nú verið saknað í nokkra daga.

Flóðin hafa lokað á vegi um nokkur byggðarlög sem fyrir ...
Flóðin hafa lokað á vegi um nokkur byggðarlög sem fyrir vikið er ekki hægt að flytja hjálpargögn til. AFP
mbl.is
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...