Kenneth To látinn 26 ára að aldri

Kenneth To.
Kenneth To. AFP

Sundmeistarinn Kenneth To lést í dag aðeins 26 ára að aldri. To var í æfingabúðum í Flórída þegar hann veiktist skyndilega og lést skömmu eftir komuna á sjúkrahús.

To, sem er fæddur í Hong Kong en flutti til Ástralíu tveggja ára gamall, hefur bæði keppt fyrir hönd Ástralíu og Hong Kong. Hann fékk meðal annars gullverðlaun á Sambandsleikunum og silfur á heimsmeistaramótinu í sundi. 

Samkvæmt tilkynningu frá íþróttasambandi Hong Kong var To í þriggja mánaða æfingabúðum við Flórídaháskóla þegar hann veiktist. Svo virðist sem hann hafi veikst mjög skyndilega en hann kvartaði yfir vanlíðan eftir æfingu í gær þegar hann kom í búningsklefann. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. 

Nánar hér

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...