Tíst frá Trump gerir útslagið

Pompeo ræðir við blaðamann eftir ferð sína til Kansas.
Pompeo ræðir við blaðamann eftir ferð sína til Kansas. AFP

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, grínaðist með það í dag hvernig hann muni vita hvenær hann yfirgefur embættið, eða þegar hann kemst að því á Twitter.

Öfugt við marga aðra stjórnmálamenn hefur Pompeo hefur verið í náðinni hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rex Tillerson, forveri Pompeo sem utanríkisráðherra, var til að mynda rekinn í fyrra.

Pompeo var spurður að því í heimaríki sínu Kansas hversu lengi hann muni gegna stöðu utanríkisráðherra. „Ég verð þar þangað til hann tístir mig í burtu úr embætti. Ég á samt ekki von á því, að minnsta kosti ekki í dag,“ sagði hann, áður en hann hrósaði Trump.

Tillerson var rekinn úr embætti með tísti eftir að hann sneri heim til Bandaríkjanna frá Afríku. Hvíta húsið greindi frá því að hann hafi verið á salerninu þegar hann fékk tíðindin.

mbl.is
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Ný Bridgestone dekk
Ný Bridgstone ónotuð 4 sumardekk til sölu 18 tommu, 225/40 R 18, Verð aðeins 60 ...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Volvo V-70 Tilboðsverð
Volvo V-70 station til sölu Árg.2013 Ekinn 113 þús Beinskiptur Skoðaður Brúnn ...