Bayer tekur dýfu vegna krabbameinsmáls

Skemmdarverk voru unnin á skrifstofum Bayer í París á dögunum …
Skemmdarverk voru unnin á skrifstofum Bayer í París á dögunum af hópi mótmælenda. Mynd frá 14. mars. AFP

Hlutabréf þýska efna- og lyfjaframleiðslurisans Bayer tóku skarpa dýfu í kauphöllinni í Frankfurt er markaðir opnuðu í morgun, en Bayer á fyrirtækið Monsanto sem framleiðir Roundup-illgresiseyðinn. Efnið var í gær úrskurðað krabbameinsvaldur af kviðdómi í Kaliforníuríki Bandaríkjanna.

Hlutabréfin í Bayer féllu um 10,5% við opnun markaðarins í Frankfurt, en kviðdómurinn vestanhafs mun í dag ákvarða hvort og þá hversu háar bætur Bayer verður gert að greiða manni að nafni Edwin Hardeman, vegna krabbameins sem hann fékk.

Ann­ar dóm­stóll í Kali­forn­íu úr­sk­urðaði í ág­úst á síðasta ári að Roundup-ill­gresis­eyðir­inn hefði valdið garðyrkju­manni nokkr­um í rík­inu krabba­meini. Voru hon­um dæmd­ar 289 millj­ón­ir doll­ara í bæt­ur.

11.200 mála­ferli gegn Mons­anto vegna Roundup-ill­gresis­eyðis­ins bíða þess nú að kom­ast fyr­ir dóm­stóla og var mál Har­dem­ans hugsað sem mögu­lega for­dæm­is­gef­andi varðandi skaðabóta­upp­hæðir í rúm­lega 760 mála­ferl­um vegna Roundup fyr­ir al­rík­is­dóm­stóln­um í San Francisco.

Frá höfuðstöðvum Bayer í Leverkusen í Þýskalandi.
Frá höfuðstöðvum Bayer í Leverkusen í Þýskalandi. AFP
mbl.is