„Hann átti sér draum“

Mynd af Sayyad Milne þegar hann var yngri. En hann ...
Mynd af Sayyad Milne þegar hann var yngri. En hann var skotinn til bana á föstudaginn. AFP

John Milne grætur þar sem hann skrifar bréf til sonar síns, Sayyad, sem er einn þeirra 50 sem ástralskur vígamaður myrti í Christchurch á föstudag. Milne veit vart hvað hann á að skrifa. Hvað áttu að segja við dreng sem dreymdi um að spila fótbolta fyrir Manchester United en mun aldrei geta látið drauma sína rætast. 

„Sayyad Sayyad Sayyad, hugrakka ljónið mitt. Góður og ástkær,“ segir í upphafsorðum bréfsins frá föður til sonar. Hann segir ljósmyndara AFP frá baráttu drengsins strax frá fæðingu. „Litli einstaki drengurinn minn sem varð að berjast fyrir lífi sínu allt frá fæðingu.“ 

Sayyad dreymdi um markvarðastöðu hjá Manchester United. „Hann átti sér draum“,segir Milne um son sinn sem var 14 ára þegar hann lést á föstudag. 

John Milne.
John Milne. AFP

Sayyad, sem var múslími líkt og móðir hans, fór í  Al Noor moskuna alla föstudaga og tók þátt í bænahaldi. Þar var hann skotinn til bana ásamt fleirum en alls eru fórnarlömb vígamannsins 50 talsins. 

Yfirleitt fór yngri bróðir Sayyads, Shuayb, með honum í moskuna en þennan dag var hann í skólaferðalagi.

AFP

Milne segir að hryðjuverkamanninum hafi mistekist ætlunarverkið - að sá fræjum eyðileggingar og strá hatri. „Fólk fylgist með, en ekki því sem hann gerði heldur því sem er að gerast í Christchurch,“ segir hann. „Hann bíður í eymd sinni og telur sig hafa gert frábæran hlut. hann veit ekkert um ást, gleði og það ólýsanlega sem hann hefur gert,“ segir Milne en gerir sér um leið grein fyrir því að það er ekkert sem getur fært honum barnið til baka. Hann rifjar upp þegar sonur hans gekk út um dyr heimilisins á föstudag. Á leið til skóla og síðar bæna og segist óska þess að hann hefði faðmað hann og sagt honum hversu heitt hann elskaði hann. 

Að muna að segja fólki að þú elskir það og lýkur bréfinu með þessum orðum: „Sayyad við elskum þig og söknum þin. Takk fyrir að vera sá sem þú ert.“

AFP

Ætlaði að fremja þriðju árásina

Buzz Feed hefur eftir lög­reglu­stjóranum í Christchurch, Mike Bush, að lögreglan hafi náð að stöðva hryðjuverkamanninn þegar hann ætlaði að gera þriðju árásina og að komið hafi verið í veg fyrir að fleiri hefðu dáið. Hryðjuverkamaðurinn var handtekinn 21 mínútu eftir að fyrsta tilkynningin barst til Neyðarlínunnar. 

AFP
AFP
mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...