Leiðtogar ESB samþykkja að fresta Brexit

Donald Tusk, til vinstri, ásamt forsætisráðherra Hollands.
Donald Tusk, til vinstri, ásamt forsætisráðherra Hollands. AFP

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt áætlun um að fresta Brexit fram yfir 29. mars sem er dagsetningin sem hingað til hefur verið miðað við.

Bretum verður boðið að fresta Brexit til 22. maí ef breskir þingmenn greiða atkvæði með Brexit-samningi sem ræddur verður í næstu viku, að því er BBC greindi frá. 

Ef þeir greiða ekki atkvæði með samningnum mun ESB samþykkja frest til 12. apríl.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, tísti á Twitter að þessi ráðstöfun hafi verið samþykkt „einróma“.

Viðræður um Brexit stóðu yfir langt fram á kvöld og bárust fregnir af því að ósamkomulag hafi verið fyrir hendi hjá leiðtogum ESB-ríkjanna. Að sögn BBC veltu einhverjir fyrir sér dagsetningunni 7. maí á meðan aðrir vildu veita frest til loka þessa árs.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, samþykkti þá valkosti sem ESB lagði á borðið. „Ég hitti May forsætisráðherra þó nokkrum sinnum í kvöld til að vera viss um að Bretar samþykktu valkostina sem voru í boði varðandi frestun og ég get glaður staðfest að við náðum samkomulagi,“ sagði Tusk, að því er AFP-greindi frá.mbl.is
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...