47 létust í sprengingu í Kína

Sprengingin var öflug í verksmiðjunni.
Sprengingin var öflug í verksmiðjunni. AFP

Forseti Kína Xi Jinping fyrirskipaði yfirvöldum í borginni Yancheng að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir að verksmiðjuslysum fjölgi. Hann sagði einnig mikilvægt að yfirvöld rannsaki til hlítar orsök sprengingarinnar sem varð í efnaverksmiðju í borginni í gær sem hefur leitt að minnsta kosti 47 manns til dauða. 

Um 90 manns eru alvarlega slasaðir. Alls þurftu 640 manns að leita á sjúkrahús vegna sára sinna. Óttast er að þessar tölur hækki þar sem ekki er búið að finna alla. 

Þetta er eitt af mannskæðustu vinnuslysum á síðustu árum í Kína. Sprengingin var ákaflega öflug og kom fram á jarðskjálftamælum og mældist 2,2 stig Slysið varð í stóru iðnaðarhverfi og eldur barst yfir í nærliggjandi verksmiðjur. Sumar hverjar hrundu einnig í sprengingunni og sat verkafólk fast inni í byggingunum. 

Björgunarstarf var erfitt og kalla þurfti út liðsauka úr nærliggjandi héruðum. Slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum í nótt. 

Óttast er að tala látinni eigi eftir að hækka.
Óttast er að tala látinni eigi eftir að hækka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert