Prestur stunginn í miðri messu

Kirkjan Saint Joseph's Oratory í Montreal.
Kirkjan Saint Joseph's Oratory í Montreal. AFP

Prestur var stunginn í miðri morgunmessu í stærstu kirkju Kanada, Saint Joseph´s Oratory, í borginni Montreal.

Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu eftir árásina fyrir framan fimmtíu manns og þá sem fylgdust með á netinu en messunni var streymt í beinni útsendingu. Á sama tíma var presturinn Claude Grou fluttur á sjúkrahús.

Að sögn lögreglunnar hlaut hann minniháttar meiðsl á efri hluta líkamans. „Árásarmaðurinn hljóp skyndilega upp að prestinum og réðst á hann með hnífi,“ sögðu vitni. 

Í eftirlitsmyndavél sást þegar maðurinn, sem var í gallabuxum og með hvíta hafnarboltahúfu, elta prestinn í kringum altarið og stinga hann. Eftir að hafa fallið til jarðar stóð presturinn fljótlega aftur upp og á sama tíma var árásarmaðurinn yfirbugaður af öryggisvörðum.

Talsmaður kirkjunnar greindi frá því að presturinn hafi verið með meðvitund þegar hann var fluttur á slysadeild.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert