Útilokar þjóðernissinna

Leiðtogi íhaldsflokka á Evrópuþinginu (EPP), Manfred Weber.
Leiðtogi íhaldsflokka á Evrópuþinginu (EPP), Manfred Weber. AFP

Leiðtogi íhaldsflokka á Evrópuþinginu (EPP), Manfred Weber, útilokar að vinna með þjóðernisflokkum eins og þýska stjórnmálaflokknum AfD og fleiri slíkum. Segir hann þá vera bjána (dimwits).

Manfred Weber segir að stjórnmálaskoðanir hans og stuðningsnet sé í miðju pólitíska litrófsins. Ekki komi til greina að starfa með flokkum Marine Le Pen,  Matteo Salvini eða Lögum og Rétti (PiS). Weber er í viðtali við Sueddeutsche Zeitung í dag.

„Ennfremur mun ég berjast fyrir því að bjánar eins og þau í AfD eða í flokki Le Pen fái enga pólitíska ábyrgð,“ segir Weber í viðtalinu.

EPP er stærsta og áhrifamesta flokkabandalag í Evrópu en meðal þeirra sem eiga aðild að því eru Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og flokkur Webers, CSU sem er systurflokkur CDU. 

Flokkur forsætisráðherra Ungverjalands, Viktors Orban, Fidesz, var á miðvikudag rekinn úr EPP eftir að Orban sakaði forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker og milljarðamæringinn George Soros um að undirbúa samsæri um að fylla Evrópu af hælisleitendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert