Tilkynnt um hrap þyrlu í Noregi

Kort/NRK

Lögreglunni í Noregi hefur borist tilkynning um að þyrla hafi hrapað í Fossingfirði í Bamble og eru björgunaraðilar á leið á vettvang samkvæmt frétt NRK.

Ekki er vitað hversu alvarlegt slysið var né hve margir voru um borð í þyrlunni að svo stöddu, en samkvæmt íbúa á svæðinu heyrði hann mikinn hávaða en sá ekki þegar þyrlan hrapaði.

„Við skildum ekki hvað þetta var, en þetta var eitthvað hrikalegt og skyndilega varð allt hljótt.“

Uppfært kl. 18:17: Tveir voru um borð í þyrlunni og eru báðir á lífi. Annar mun þó hafa hlotið áverka í formi beinbrota.

mbl.is