Tugir þúsunda mótmæla í London

Frá mótmælagöngunni.
Frá mótmælagöngunni. AFP

Tugir þúsunda Breta hafa gengið um miðborg London í dag og krafist annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Bretlands í Evrópusambandinu.

Mótmælendur úr herferðinni „Látum þetta í hendur fólksins“ ætla að enda göngu sína fyrir framan breska þinghúsið, að sögn BBC.

Efnt var til mótmælagöngunnar eftir að ESB ákvað að fresta Brexit um nokkrar vikur.

AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kveðst ætla að hætta við áætlanir um aðra atkvæðagreiðslu um Brexit-samning sinn fari svo að of fáir þingmenn styðji samninginn.

Ef þingmenn samþykkja ekki samninginn þarf Bretland að útbúa annars konar samning varðandi útgönguna úr ESB eða að yfirgefa sambandið án samnings 12. apríl.

Mótmælendur við Trafalgar-torg.
Mótmælendur við Trafalgar-torg. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ. Hálsmen úr
silfri (22mm) 6.900- kr 14k gull 49.500-. Stór (30mm) silfur 12.500,- 14k gull ...
Volvo V-70 Tilboðsverð
Volvo V-70 station til sölu Árg.2013 Ekinn 113 þús Beinskiptur Skoðaður Brúnn ...