Flaug til rangrar borgar

AFP

Farþegaþota í eigu breska flugfélagsins British Airways lenti fyrir mistök í Edinborg í morgun í stað þess að fljúga til þýsku borgarinnar Düsseldorf. Þotan lagði af stað í morgun frá London en mun hafa fengið ranga flugáætlun.

Farþegar áttuðu sig fyrst á mistökunum þegar þeir voru boðnir velkomnir til Edinborgar í kallkerfi farþegaþotunnar. Þotunni var í kjölfarið flogið til Düsseldorf. British Airways segir þýskt verktakafyrirtæki bera ábyrgð á mistökunum. Unnið væri að því í samstarfi við þýska fyrirtækið að komast að því hvernig mistökin gátu orðið.

Fjallað er um málið á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að ekki liggi fyrir hversu margir farþegar hafi orðið fyrir töfum af þessum sökum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert