„Margir sem hafa gert mjög vonda hluti“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, seg­ir að hann hafi verið full­kom­lega ...
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, seg­ir að hann hafi verið full­kom­lega hreinsaður af sök í rann­sókn­ Muellers sem beind­ist að því hvort Rúss­ar hafi aðstoðað hann við að verða for­seti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir óvini sína sem hafi gerst sekir um „vonda hluti“ og „hluti sem jaðra við landráð“ verða undir ströngu eftirliti nú þegar skýrsla Roberts Mueller, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hefur verið kynnt.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fram­boð Trump hafi ekki átt í óeðli­leg­um eða ólög­mæt­um sam­skipt­um við rúss­nesk stjórn­völd í aðdrag­anda banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna 2016.

Trump var spurður um álit sitt á skýrslunni á fundi með fjölmiðlamönnum í Hvíta húsinu í dag. „Það eru margir þarna úti sem hafa gert mjög, mjög vonda hluti. Jafnvel hluti sem jaðra við landráð gegn landinu okkar,“ sagði Trump.

Forsetinn nefndi engin nöfn en sagði marga hafa ýmislegt misjafnt á samviskunni, þeir vissu hverjir þeir væru og hvað þeir hefðu gert. „Af hverju hafa þeir ekki verið rannsakaðir? Þeir lugu að þinginu, margir hverjir, þeir hafa gert svo marga vonda hluti,“ sagði Trump. Þá sagði hann að svona nokkuð ætti enginn forseti að þurfa að ganga í gegnum aftur.

Trump hefur fengið stuðning úr röðum repúblikana, þar á meðal frá Lindsay Graham öldungadeildarþingmanni sem segist ætla að komast til botns í því hvernig FBI gat notað skýrslu Christopher Steele, bresks njósnara sem dró upp ófagra mynd af forsetanum.

Á sama tíma segja demókratar að öll kurl séu ekki komin til grafar og fara þeir fram á að skýrsla Mu­ell­ers verði gerð op­in­ber, en þing­menn fengu í gær aðeins af­hent­an fjög­urra blaðsíðna út­drátt úr skýrsl­unni. Sumir þingmenn demókrata telja að í útdrætti dóms­málaráðherr­ans, William P. Barr, sé að finna vísbendingu um að Trump hafi mögulega hindrað framgang réttvísinnar.

mbl.is
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...