Viðurkenna yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti undirritaði í dag yfirlýsingu þar sem fram …
Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti undirritaði í dag yfirlýsingu þar sem fram kemur að Banda­rík­in viður­kenni yf­ir­ráð Ísra­ela yfir Gól­an­hæðum sem eru við landa­mæri Ísra­els og Sýr­lands. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir yfirlýsingu þar sem fram kemur að Bandaríkin viðurkenni Gólanhæðir sem hluta af Ísrael.

„Þetta hefur verið lengi í burðarliðnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um ákvörðun Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í dag, með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sér við hlið.

Gólanhæðir voru hernumdar af Ísraelum í sex daga stríðinu árið 1967 en voru áður hluti af Sýrlandi. Svæðið, sem hæðirn­ar ná yfir, er 1.250 km² og er ofan Jórd­an­dals­ins og hernaðarlega mik­il­vægt.

Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur ekki viður­kennt yf­ir­ráð Ísra­ela yfir landsvæðinu en Trump hefur upp á síðkastið sagt að tími sé kominn til að Banda­rík­in viður­kenni yf­ir­ráð Ísra­ela yfir Gól­an­hæðum.

Rík­is­stjórn Sýr­lands for­dæm­ir ákvörðun Trump og segir afstöðu Banda­ríkj­anna gagn­vart Gól­an­hæðum sýna ber­lega lít­ilsvirðingu þeirra fyr­ir alþjóðalög­um.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Donald Trump Bandaríkjaforseti á skrifstofu …
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Donald Trump Bandaríkjaforseti á skrifstofu Trumps í Hvíta húsinu í dag. AFP
mbl.is