Lét nemendur semja ritgerð dóttur sinnar

Frá Sungkyunkwan-háskólanum.
Frá Sungkyunkwan-háskólanum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Háskólaprófessor í Suður-Kóreu neyddi nemendur sína til þess að rita ritgerð fyrir dóttur hans sem svo var notuð til þess að koma dótturinni inn í virtan tannlæknaskóla. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í opinberri skýrslu sem birt var í dag.

Fram kemur í frétt AFP að prófessorinn, sem kenni við Sungkyunkwan-háskólann í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, hafi látið nemendur sína framkvæma þriggja mánaða rannsókn í þessum efnum og bað þá enn fremur um að skálda niðurstöður hennar. Dóttir prófessorsins birti síðan niðurstöðurnar í fræðilegu riti í sínu eigin nafni.

Ritgerðina notaði dóttir prófessorsins loks til þess að komast inn í virtasta tannlæknaskóla Suður-Kóreu, sem fyrr segir, og var umsókn hennar samþykkt. Gríðarleg áhersla er á menntun í landinu og þá möguleika sem góð menntun skapar. Bæði varðandi störf og félagslega stöðu sem og jafnvel hjúskap.

Menntamálaráðherrann falsaði lögheimili sitt

Háttsettir stjórnmálamenn í Suður-Kóreu hafa í gegnum tíðina beðist afsökunar á framgöngu sinni í þessum efnum. Þar á meðal núverandi menntamálaráðherra landsins, Yoo Eun-hae. Yoo viðurkenndi á síðasta ári að hafa falsað lögheimili sitt til þess að geta sent dóttur sína í virtan grunnskóla í miðborg Seúl.

Stjórnvöld hafa heitið því að taka harðar á slíkum málum og hefur menntamálaráðuneytið farið fram á að áðurnefndur prófessor verði rekinn. Rannsókn á máli prófessorsins leiddi einnig í ljós að hún hefði látið einn af nemendum sínum sinna 54 klukkustundum í sjálfboðavinnu í nafni dóttur sinnar og greiddi honum fyrir það.

Dóttirin hefur einnig unnið til fjölda fræðilegra viðurkenninga fyrir skýrslur sem voru í raun samdar af nemendum móður hennar. Margar ábendingar hafa borist um að háskólanemar séu nýttir í alls kyns verkefni af kennurum sínum. Meðal annars þegar kemur að rannsóknarvinnu og að fara í sendiferðir. Eins og að sækja þvott fyrir þá.

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Volvo V-70 Tilboðsverð
Volvo V-70 station til sölu Árg.2013 Ekinn 113 þús Beinskiptur Skoðaður Brúnn ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...