MAX-þota Southwest þurfti að nauðlenda

Bandaríska flug­fé­lagið Southwest Airlines tók þá ákvörðun á laug­ar­dag að …
Bandaríska flug­fé­lagið Southwest Airlines tók þá ákvörðun á laug­ar­dag að flytja nokkr­ar farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 úr flota sín­um í lang­tíma­geymslu í Moja­ve-eyðimörk­inni í Victor­ville í suður­hluta Kali­forn­íu. AFP

Boeing 737 MAX-þota flugfélagsins Southwest Airlines þurfti að nauðlenda í kvöld eftir að hafa átt í erfiðleikum vegna vélarbilunar á leið sinni frá Flórída til Kaliforníu.

Vélin sneri við og lenti á heilu og höldnu aftur í Orlando, að því er fram kemur í tilkynningu frá bandarísku flugmálastofnuninni. Engir farþegar voru um borð í vélinni en flug­fé­lagið tók þá ákvörðun á laug­ar­dag að flytja nokkr­ar farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 úr flota sín­um í lang­tíma­geymslu í Moja­ve-eyðimörk­inni í Victor­ville í suður­hluta Kali­forn­íu.

Atvikið er til rannsóknar innan flugmálastofnunarinnar. Boeing vinnur nú hörðum hönd­um að upp­færslu á hug­búnaði vél­anna og þjálf­un­ar­leiðbein­ing­um eftir að tvær þotur af þess­ari gerð steypt­ust til jarðar og fór­ust með 346 manns inn­an­borðs. Í fyrra slys­inu, í októ­ber, fórst þota Lion Air í Indó­nes­íu með 189 manns um borð og fyrr í þessum mánuði fórst 737-þota Et­hi­opi­an Air­lines með 157 manns í Eþíóp­íu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert