Landamærin komin að þolmörkum

Kevin McAleenan segir ástandið fordæmalaust, en í landamæramiðstöðinni í El ...
Kevin McAleenan segir ástandið fordæmalaust, en í landamæramiðstöðinni í El Paso í Texas eru nú 13 þúsund innflytjendur í haldi. AFP

Ástandið við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó er komið að þolmörkum og segir yfirmaður tolla- og landamæravörslu í ríkisstjórn Bandaríkjanna að það sé aðeins tímaspursmál hvenær harmleikur bresti á í einhverjum af landamæramiðstöðvunum.

Kevin McAleenan segir ástandið fordæmalaust, en í landamæramiðstöðinni í El Paso í Texas eru nú 13 þúsund innflytjendur í haldi. Aðallega er þar um að ræða fjölskyldur og börn á eigin vegum.

„Á mánudag og þriðjudag hófum við daginn með yfir 12.000 innflytjendur í haldi. Í morgun voru þeir orðnir 13.400. Há tala hjá okkur er 4.000 og þegar þeir eru orðnir 6.000 erum við komnir í vanda. 13.000 hafa aldrei sést áður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu Volvo CX V70, árg. 2000 Góður
Til sölu Volvo CX V70, árg. 2000 Góður bíll með reglulegt og vandað viðhald. Sum...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...