Leggja til bann við plastpokum

Verði bann við notkun einnota plastpoka í verslunum að veruleika …
Verði bann við notkun einnota plastpoka í verslunum að veruleika í New York, tekur það gildi í mars á næsta ári. AFP

Undirbúningur er hafinn að banni á notkun einnota plastpoka í matvöruverslunum í New York í Bandaríkjunum. Nokkrum sinnum hefur slíkt bann ekki náð fram að ganga í ríkinu, en verði það nú að veruleika verður New York annað ríki Bandaríkjanna til að leggja slíkt bann á. Á Hawaii er bann í gildi í fjölmennustu sýslum ríkisins, en þó ekki á Hawaii heilt yfir.

Demókratar hafa yfirráð yfir löggjafarstofnun ríkisins og hefur þar náðst samkomulag um að plastpokabannið skuli taka gildi sem hluti fjármálaáætlunar sem kosið verður um á mánudag. Áformað er að bannið taki gildi í mars 2020, verði það samþykkt. 

Evrópuþingið samþykkti á miðvikudag að banna margar tegundir vara sem unnar eru úr plasti, þ.á.m. plaströr, bómullarhnoðra og plastfilmur. Það bann tekur gildi árið 2021.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert