Þrír unglingar ákærðir fyrir yfirtöku skips

För skipsins stöðvuð af olíuflutningaskipi og hermenn frá Möltu sendir …
För skipsins stöðvuð af olíuflutningaskipi og hermenn frá Möltu sendir um borð. AFP

Þrír unglingar hafa verið ákærðir í Möltu fyrir að taka yfir stjórn flutningaskips sem aðstoðaði flóttafólk á Miðjarðarhafi, en slík tilræði flokkast undir hryðjuverkalög í landinu.

Tveir unglinganna eru 15 og 16 ára frá Gíneu og Fílabeinsströndinni og sá þriðji er 19 ára gamall frá Gíneu. Hann hefur verið nafngreindur og heitir Abdalla Bari. Allir þrír neita sök en þeir eiga yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist verði þeir fundnir sekir.

Um borð voru yfir hundrað flóttamenn og eru þeir allir í haldi yfirvalda. Þeim hafði verið bjargað um borð í skipið en talið er að þeir hafi tekið yfir stjórn þess þegar þeir komust að því að flytja ætti þá aftur til Lýbíu. Þeir munu hafa tjáð skipstjóranum að flytja þá heldur til Evrópu.

Þegar skipið nálgaðist landhelgi Möltu var för þess stöðvuð af olíuflutningaskipi og her­menn frá Möltu send­ir um borð. Náðu þeir skip­inu á sitt vald og sigldu því til hafn­ar á Möltu þar sem flóttafólkið er nú í haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert