Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu

Joe Biden.
Joe Biden. AFP

Önnur kona hefur sakað fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Joe Biden, um að hafa snert hana á óviðeigandi hátt. Konan, Amy Lappos, segir að Biden hafi snert andlit hennar með báðum höndum og nuddað nefi sínu við hennar fyrir áratug.

Ásakanir Lappos koma í kjölfar þess að Lucy Flores sagði að Biden hefði kysst hana á hnakkann á kosningasamkomu. (Í frétt BBC í dag er sagt aftan á höfuðið en í frétt mbl.is um helgina er talað um aftan á hálsinn).

Biden neitaði þeim ásökunum og kannast ekki við að hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt. 

Lucy Flores og Joe Biden.
Lucy Flores og Joe Biden. AFP

Lappos, sem er 43 ára gömul og fyrrverandi aðstoðarkona þingmanns Demókrataflokksins, segir að Biden hafi snert hana á fjáröflunarviðburði á heimili í Hartford í Connecticut árið 2009. Hún segir í viðtali við Hartford Courant að varaforsetinn hafi komið inn í eldhús til þess að þakka hópi fólks sem kom að viðburðinum. Síðan hafi hann tekið báðum höndum um andlit hennar og nuddað saman nefjum við hana. Hún hvetur Biden til þess að gefa ekki kost á sér í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári enda hafi viðbrögð hans ekki verið viðeigandi þetta kvöld fyrir áratug.

Í þessari grein hér lýsir Flores því hvernig Biden hafi tekið um axlir hennar og kysst hana aftan á hnakkann.

mbl.is
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Til sölu nokkrar fágætar bækur
Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum Ilions-kvæði 1856 Flateyjarbók,...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...