Biden ætlar að bæta sig

Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur birt af sér myndskeið þar sem hann lofar að verða aðgætnari og virða persónulegt rými fólks.

Biden, sem er talinn ætla að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020, hefur löngum verið þekktur fyrir það sem margir telja ósæmilega hegðun í garð kvenna og hafa tvær konur nýlega stigið fram og sakað hann um áreitni.

„Í starfi mínu hef ég alltaf reynt að skapa persónuleg tengsl – og ég tel það vera skyldu mína,“ segir Biden í myndskeiðinu. „Ég tek í höndina á fólki, faðma fólk og tek í axlirnar á körlum og konum og segi: „Þú getur þetta.“.“

„En félagsleg viðmið eru tekin að breytast, þau hafa færst til, og takmörk persónulegs rýmis hafa verið endurstillt og ég skil það. Ég skil það. Ég heyri það sem sagt er.“

Í umfjöllun New York Times er myndskeiðið sagt fjórða tilraun Biden til þess að róa rísandi öldu kvenna sem segist líða óþægilega í návist Biden, en athygli vekur að Biden biðst ekki afsökunar á hegðun sinni í garð þeirra kvenna sem hafa sakað hann um áreitni í myndskeiðinu.

Ekki þykir ljóst hvort ásakanirnar muni hafa áhrif á ákvörðun Biden um að bjóða sig fram í for­vali Demó­krata­flokks­ins, en hann mæl­ist ávallt efst­ur í skoðana­könn­un­um þrátt fyr­ir að hafa ekki til­kynnt fram­boð sitt op­inber­lega.

„Í starfi mínu hef ég alltaf reynt að skapa persónuleg …
„Í starfi mínu hef ég alltaf reynt að skapa persónuleg tengsl – og ég tel það vera skyldu mína,“ segir Biden í myndskeiðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert