Hundruð tarantúla í póstsendingu

Tarantúlur, evrópskar veiðikóngulær, eru vel hærðar.
Tarantúlur, evrópskar veiðikóngulær, eru vel hærðar. Af Wikipedia

Filippseyskum tollvörðum brá heldur betur í brún er þeir opnuðu fallega innpakkaðan kassa sem í voru kökur og haframjöl því í honum leyndust einnig hundruð lifandi tarantúla.

 Sendingin hafði komið alla leið frá Póllandi. Í kassanum reyndust vera 757 hærðra kóngulóa. Hald var lagt á sendinguna í póstmiðstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Maníla. Í kjölfarið var filippseyskur maður, sem reyndi að sækja pakkann, handtekinn. 

Tarantúlurnar voru ungar að aldri og þeim vandlega pakkað inn í lítil plastglös sem á höfðu verið stungin göt. Stærri kóngulærnar voru í gegnsæjum plastílátum. 

Samkvæmt filippseyskum lögum er bannað að safna og eiga slík dýr en tarantúlur eru engu að síður vinsæl gæludýr.

AP-fréttastofan greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert