Unglingsdrengurinn ekki Timmothy

Þessi auglýsing með Timmothy Pitzen og svo uppfærð tölvumynd sem …
Þessi auglýsing með Timmothy Pitzen og svo uppfærð tölvumynd sem sýnir hann eins og gæti litið út í dag, var birt í dag eftir að staðfest var að unglingsdrengurinn er ekki Timmothy. AFP

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur hafnað fullyrðingum ónefnds unglingsdrengs um að hann sé Timmothy Pitzen, en Timmothy var sex ára er hann hvarf frá Illlinois árið 2011. Hefur Guardian eftir lögreglu að DNA rannsókn hafi útilokað að unglingspilturinn sé Pitzen.

Frásagnir af því að drengurinn hafi fundist ráfandi um götur Newport í Kentucky á miðvikudag hafi ekki staðist skoðun, en drengurinn sagði alríkislögreglumönnum þá að hann væri Timmothy og að hann hefði náið að flýja frá tveimur mannræningjum sínum.

Ekkert hefur spurst til Pitzen síðan að hann hvarf fyrir átta árum síðan, en þann dag sótti móðir hans hann snemma á leikskólann fór með hann í dýragarðinn og vatnsrennibrautagarð áður en hún tók svo eigið líf á hóteli. Hún skildi eftir miða með skilaboðum um að sonur hennar væri öruggur, en að enginn myndi nokkurn tímann finna hann.

Á upphafsdögum rannsóknarinnar fann lögregla umtalsvert magn af blóði í aftursæti bíls móðurinnar sem rannsókn staðfesti að væri úr Timmothy. Faðir hans kom þó með þá skýringu að Timmothy fengi oft blóðnasir og að hann hefði fengið miklar blóðnasir nokkrum dögum áður en hann hvarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert