Fengu yfir 20 stig í Bergen í dag

Hiti mældist yfir 20 stig í Bergen í Noregi í …
Hiti mældist yfir 20 stig í Bergen í Noregi í dag. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Sumarið kom snemma í Noregi. Í dag mældist yfir 20 stiga hiti í Bergen í Noregi þrátt fyrir að af gamalli hefð þá teljist sumardagurinn fyrsti þar í landi vera 14. apríl. „Þetta hefur verið frábær dagur,“ hefur Dagbladet eftir Frode Hassel, veðurfræðing. „Fyrir okkur er þetta sumar.“

Hassel segir það gerast annað slagið að hitinn verði svona hár í apríl, en að búast megi við því að það verði þó nokkur ár þangað til það gerist aftur. Heitt loft barst með austanátt að sögn veðurfræðingsins sem bætir við að kólna mun á ný eftir helgi.

Norska veðurstofan mældi hæsta hitastig 19,3 gráður, en rétt utan við miðbæ Bergen sögðu mælar norsku vegagerðarinnar yfir tuttugu stig síðdegis í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert