95 þúsund skammtar af bóluefni

AFP

Um einn hundrað hafa látist úr ebólu í Austur-Kongó undanfarnar þrjár vikur. Það þýðir að yfir 700 eru látnir í faraldri sem þar hefur geisað frá því ágúst. 

Verið er að bólusetja íbúa í landinu og standa vonir til þess að hægt verði að stöðva útbreiðslu ebólunnar. Yfir 95 þúsund skammtar af bóluefni eru komnir til landsins og segir heilbrigðisráðherra landsins að þetta geti bjargað þúsundum mannslífa.

Faraldurinn nú kom upp í Norður-Kivu héraði og er þetta í fyrsta skipti í 40 ár sem ebóla kemur upp í landinu. Hún hefur nú verið greind í nágranna héraðinu Ituri.

Yfir 10 þúsund létust í ebólu-faraldri í Vestur-Afríku árið 2014. 

Ebóla er veirusýking sem veldur alvarlegum veikindum, sem leiða til dauða í um 60% tilfella. Veiran greindist fyrst 1976 og hefur leitt til sýkingahrina í Mið- og Vestur-Afríku. Veiran veldur sjúkdómi í mönnum og öpum, ekki er fyllilega vitað um uppruna hennar en talið er að ávaxtaleðurblökur séu einkennalausir berar veirunnar.

mbl.is