Getur tekið 2 ár á sameina fjölskyldur á ný

Foreldrar flýja með börn sín undan fátækt í Gvatemala, El …
Foreldrar flýja með börn sín undan fátækt í Gvatemala, El Salvador og víðar. AFP

Það kann að taka bandarísk stjórnvöld allt að tvö ár að bera kennsl á þær þúsundir barna sem voru verið skilin frá foreldrum sínum er þau fóru ólöglega yfir landamæri Mexíkó til  Bandaríkjanna.

Reuters fréttaveitan segir bandarísk stjórnvöld veita þessi svör í dómsskjölum sem lögð voru fram á föstudag, en það er í fyrsta skipti sem stjórnin hefur lagt fram mat á fjölda barna sem skilin voru frá frá fjölskyldum sínum í kjölfar zero tolerance“ stefnunnar sem Donald Trumps Bandaríkjaforseti tók upp í málefnum ólöglegra innflytjenda síðasta vor.

Stefnan, sem var gagnrýnt harðlega, fók m.a. í sér að allir þeir sem fóru ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna voru handteknir og væru þeir með börn í för, þá voru þau flutt í sérstakar búðir. Trump neyddist síðan til að bakka með þessa stefnu.

Í síðasta mánuði víkkaði dómari í San Diego út þann fjölda innflytjendafjölskyldna sem bandarískum stjórnvöldum er nú gert að sameina á ný sem hluta af málshöfðun Mann­rétt­inda­sam­taka Banda­ríkj­anna (American Civil Li­berty Uni­on, ACLU).

Börn ólöglegra innflytjenda eru hér á ferð með starfsmönnum kaþólskra …
Börn ólöglegra innflytjenda eru hér á ferð með starfsmönnum kaþólskra góðgerðarsamtaka síðasta sumar, eftir að vera látin laus úr einum af barnabúðum bandarískra yfirvalda í Texas. AFP

Bandaríska heilbrigðisráðuneytið greindi fyrr á þessu ári frá því að fjölmörg börn hefðu þá þegar bæst í hóp þeirra 2.737 barna sem dómarinn Jana Sabraw fyrirskipað yfirvöldum síðasta sumar að sameina foreldrum sínum á ný.

„Verjendur áætla að það taki að minnsta kosti 12 mánuði að bera kennsl á þau börn sem þetta á við og mögulega 24 mánuði,“ segir í svörum bandarískra stjórnvalda í dómsskjölunum. Tímalengdin muni þó vissulega velta á því fjármagni og starfsmannafjölda sem fengin verði í verkefnið.

Lee Gelernt, lögfræðingur ACLU, segir samtökin mótmæla áætlun stjórnvalda harðlega og saka þau raunar stjórnina um að taka ekki á málinu af viðeigandi alvöru.

„Ríkisstjórnin var fljót að finna það sem þurfti til að rífa þessi börn frá fjölskyldum sínum og núna þarf hún að finna fjármagnið sem þarf til að bæta skaðann,“ sagði Gelernt.

mbl.is