Trump ekki búinn að lesa skýrslu Muellers

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hafa lesið skýrslu Muellers þó ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hafa lesið skýrslu Muellers þó hann hafi fullan rétt á að gera það. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Twitter í dag að hann sé ekki búinn að lesa rannsóknarskýrslu Robert Muellers sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar.

Skýrslan byggir á rannsókn á meintum afskiptum rússneskra ráðamanna af bandarísku forsetakosningunum 2016 og tengslum þeirra við starfmenn framboðs Trumps.

William P. Barr, dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, afhenti Bandaríkjaþingi í lok síðasta mánaðar úrdrátt úr skýrslunni þar sem fram kemur að ekki hafi verið óeðlileg eða ólögmæt samskipti milli framboðs Trump og rússneskra stjórnvalda í aðdraganda kosninganna.

Trump sagði í kjölfarið niður­stöðu skýrslu Mu­ell­ers hreinsa sig af öll­um áburði, en ýmsir gagnrýnendur forsetans hafa hins vegar krafist þess að skýrslan verði birt í heild sinni.

„Ég hef ekki lesið skýrslu Muellers ennþá og jafnvel þó að ég hafi fullan rétt á að gera það,“ sagði forsetinn á Twitter. „Ég þekki þekki bara niðurstöðuna, þá stóru, ekkert samsæri.“

mbl.is
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...