Trump ekki búinn að lesa skýrslu Muellers

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hafa lesið skýrslu Muellers þó …
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hafa lesið skýrslu Muellers þó hann hafi fullan rétt á að gera það. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Twitter í dag að hann sé ekki búinn að lesa rannsóknarskýrslu Robert Muellers sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar.

Skýrslan byggir á rannsókn á meintum afskiptum rússneskra ráðamanna af bandarísku forsetakosningunum 2016 og tengslum þeirra við starfmenn framboðs Trumps.

William P. Barr, dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, afhenti Bandaríkjaþingi í lok síðasta mánaðar úrdrátt úr skýrslunni þar sem fram kemur að ekki hafi verið óeðlileg eða ólögmæt samskipti milli framboðs Trump og rússneskra stjórnvalda í aðdraganda kosninganna.

Trump sagði í kjölfarið niður­stöðu skýrslu Mu­ell­ers hreinsa sig af öll­um áburði, en ýmsir gagnrýnendur forsetans hafa hins vegar krafist þess að skýrslan verði birt í heild sinni.

„Ég hef ekki lesið skýrslu Muellers ennþá og jafnvel þó að ég hafi fullan rétt á að gera það,“ sagði forsetinn á Twitter. „Ég þekki þekki bara niðurstöðuna, þá stóru, ekkert samsæri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert