Ætlar að innlima landtökubyggðir

AFP

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að ef hann fer með sigur af hólmi í þingkosningum á þriðjudag þá muni hann innlima landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Talið er að ef verður sé útilokað að hægt verði að komast að samkomulagi um ríkin tvö - Palestínu og Ísrael.

Netanyahu sagði þetta í gær g virðist hann beina þessu til þeirra sem lengt eru til hægri og trúa ekki á að hægt verði að komast að samkomulagi við Palestínumenn um frið á svæðinu.

Hann útskýrði hins vegar ekki nánar hvernig hann ætlaði að gera þetta né heldur hvenær. 

Landtökuliðar hafa undanfarna áratugi byggt hús á landi sem Ísraelar innlimuðu í sex daga stríðinu árið 1967. Þessar byggðir eru álitnar ólöglegar af alþjóðasamfélaginu og stöðug útvíkkun þeirra er helsta hindrunin fyrir því að hægt sé að koma á friði.

Yfir 400 þúsund Ísraelar eru búsettir í landtökubyggðum á Vesturbakkanum en 2,5 milljón Palestínumanna búa á Vesturbakkanum. Til viðbótar búa um 200 þúsund Ísraelar á svæði sem landtökuliðar hafa helgað sér austur af Jerúsalem. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert