Huffman játaði háskólasvindlið

Bandaríska leikkonan Felicity Huffman og á annan tug annarra foreldra hafa játað sekt sína, í máli sem varðar mútugreiðslur sem þau greiddu til þess að koma börnum sínum inn í virta háskóla.

Huffman, sem er þekktust fyrir leik sinn í skemmtiþáttunum Desperate Housewifes, játaði að hafa greitt 15.000 bandaríkjadali til þess að hjálpa elstu dóttur sinni að fá betri einkunn á SAT-prófunum svokölluðu, sem gilda sem inntökupróf í háskóla vestanhafs.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem dómsmálayfirvöld Massachusetts-ríkis sendu frá sér fyrir skemmstu.

Huffman og hinir foreldrarnir sem játað hafa sekt sína gætu átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir samsæri, sé horft til refsirammans fyrir brot af þessu tagi, en ólíklegt þykir að refsingin verði svo hörð, samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar.

Önnur vel þekkt leikkona, Lori Loughlin, var einnig á meðal þeirra 50 foreldra sem ákærð voru í málinu. Hún hefur þó ekki enn játað á sig sekt sína og var ekki á meðal þeirra foreldra sem það gerðu í dag.

Felicity Huffman er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo ...
Felicity Huffman er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo í þáttunum um Aðþrengdu eiginkonurnar. AFP
Fjölmiðlar hafa haft mikla athygli á þessu máli. Mynd tekin ...
Fjölmiðlar hafa haft mikla athygli á þessu máli. Mynd tekin fyrir utan dómshús í Boston 3. apríl síðastliðinn. AFP
mbl.is
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...
Flott sumarföt, fyrir flottar konur
Ertu á leiðinni í sumarbústaðinn, golfið eða eitthvað annað skemmtilegt. Tékka...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 210.000 km...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...