Fimmta kjörtímabilið í augsýn

Allt bendir til þess að Benjamin Netanyahu sé búinn að tryggja sér forsætisráðherrastólinn fimmta kjörtímabilið í röð. Búið er að telja nánast öll atkvæði og miðað við stöðuna núna getur hann myndað nýja ríkisstjórn til hægri.

Sigurinn, þrátt fyrir spillingarásakanir, hefur nánast tryggt honum að verða sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst á stóli í Ísrael.

Likud-flokkur Netanyahu og ­Bláhvíta hreyfingin, undir forystu Benny Gantz, fyrrverandi herforingja, eru með svipað fylgi en þegar 97% atkvæða hafa verið talin virðast Likud og aðrir hægri flokkar vera með 65 sæti af 120 á þingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert