Rafmagnslaust enn á ný í Venesúela

AFP

Enn á ný er Venesúela að stórum hluta án rafmagns, þar á meðal höfuðborg landsins, Caracas. Rafmagn fór af klukkan 23:20 að staðartíma, klukkan 3:20 að íslenskum tíma.

Ekki hefur farið rafmagn af svo stóru svæði í tæpar tvær vikur en nánast öll höfuðborgin er myrkvuð sem og 18 af 23 ríkjum Venesúela, samkvæmt heimildum AFP. 

Fyrir tveimur vikum þurfti að loka skólum og vinnustöðum í Venesúela vegna rafmagnsleysis og sagði  Nicolas Maduro, forseti landsins, þá að hryðjuverkamenn bæru sök á ástandinu, en tveimur vikum var rafmagnslaust í nánast öllu landinu.

Sagði Maduro að skemmdarverk hefðu verið unnin á Guri-vatnsaflsvirkjuninni, en hún sér 80% landsins fyrir rafmagni, en ekki er búið að gefa út skýringar á rafmagnsleysinu nú af hálfu stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert