Varnarmálaráðherra Súdans segir af sér

Ahmed Awad Ibn Auf, varnarmálaráðherra og yfirmaður herráðsins í Súdan, …
Ahmed Awad Ibn Auf, varnarmálaráðherra og yfirmaður herráðsins í Súdan, hefur sagt af sér embætti, degi eftir að forseta landsins var steypt af stóli. AFP

Ahmed Awad Ibn Auf, varnarmálaráðherra Súdans og yfirmaður herráðsins í landinu, hefur sagt af sér embætti, degi eftir að hann tók við völdum. Herinn vék Omar al-Bashir, fyrr­ver­anda for­seta Súd­ans, úr embætti í gær og hneppti í stofufangelsi.

Bashir hef­ur verið við völd í land­inu í tæpa þrjá ára­tugi. Mótmæli hafi staðið yfir í land­inu und­an­farna mánuði, en for­set­inn hef­ur stýrt land­inu frá ár­inu 1989. Að minnsta kosti 38 hafa látið lífið í mótmælunum frá því að þau hófust í desember.

Auf sagði í sjón­varps­ávarpi í gær að her­inn muni taka við stjórn­artaum­un­um í land­inu næstu tvö árin, og í kjöl­farið muni fara fram kosn­ing­ar. Skipu­leggj­end­ur mót­mæl­anna hvöttu lands­menn hins vegar til að halda áfram að mót­mæla þrátt fyr­ir aðgerðir hers­ins. Telja þeir að herinn tilheyri valdaklíkunni. Auf hedur ekki gefið frekari skýringar á afsögn sinni. 

Auf var yfirmaður hermála þegar blóðuga deil­an í Darf­ur-héraði braust út árið 2003. Bashir hefur verið ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir alþjóðlega stríðsglæpi. Auf baðst í gær af­sök­un­ar á því of­beldi og dauðsföll­um sem hafi átt sér stað í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert