Huong látin laus í maí

Doan Thi Huong var dæmd í þriggja ára og fjög­urra …
Doan Thi Huong var dæmd í þriggja ára og fjög­urra mánaða fang­elsi í Malas­íu í upphafi þessa mánaðar. Hún var ekki ekki dæmd til dauða fyr­ir morð á hálfbróður Kim Jong-un held­ur játaði hún sig seka um minni hátt­ar brot. Upp­haf afplán­un­ar er miðuð við dag­inn sem Huong var hand­tek­in eða fe­brú­ar 2017 og því verður hún látin laus í næsta mánuði. AFP

Víet­nömsk kona sem var sökuð um að hafa drepið Kim Jong-nam, hálf­bróður leiðtoga Norður-Kór­eu, verður látin laus 3. maí næstkomandi. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir lögmanni konunnar.

Doan Thi Huong var dæmd í þriggja ára og fjög­urra mánaða fang­elsi í Malas­íu í upphafi þessa mánaðar. Hún var ekki ekki dæmd til dauða fyr­ir morð held­ur játaði hún sig seka um minni hátt­ar brot. Stjórnvöld í Víetnam kröfðust þess að morðákæran yrði látin niður falla.

Upp­haf afplán­un­ar er miðuð við dag­inn sem Huong var hand­tek­in eða í fe­brú­ar 2017 og því verður hún látin laus í næsta mánuði.

„Huong er ákaflega glöð,“ segir lögmaður hennar, sem býst við því að hún muni snúa rakleiðis aftur til Hanoi þegar hún verður látin laus.

Önnur kona sem einnig var hand­tek­inn vegna dauða Kim var óvænt lát­in laus ný­verið. Siti Aisyah er frá Indó­nes­íu og var hún lát­in laus eft­ir að dóms­málaráðherra Malas­íu hafði af­skipti af mál­inu. Eng­inn hef­ur því verið dæmd­ur ábyrg­ur fyr­ir dauða Kims.

Kim var drep­inn með VX-taugagasi á flug­vell­in­um í Kuala Lump­ur um há­bjart­an dag árið 2017. Morðið vakti mikla at­hygli á sín­um tíma vegna þeirr­ar fífldirfsku sem það bar vitni um og hafa lög­menn Aisyah og Huong haldið því fram að kon­urn­ar hafi verið gabbaðar af yf­ir­völd­um í Norður-Kór­eu. Fjór­ir norðurkór­esk­ir út­send­ar­ar voru einnig ákærðir vegna máls­ins en kon­urn­ar tvær töldu sig vera að taka þátt í sjón­varps­hrekk þegar þær sprautuðu efni í and­lit Kim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert