Trump viðrar hugmyndir um griðaborgir

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það koma til greina að flytja innflytjendur sem koma yfir landamæri Bandaríkjanna án leyfis til svokallaðra griðaborga. Forsetinn segir að andstæðingar hans ættu að gleðjast yfir hugmyndinni þar sem hún heyri undir „opna flóttamannastefnu“.

En stjórnmálamenn bæði til vinstri og hægri hafa efasemdir um hugmynd forsetans. Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu lýst því yfir að hugmyndin um griðaborgir hafi verið sett á ís fyrir löngu.

Í færslu Trump á Twitter segir að hann íhugi að flytja innflytjendur sem koma til Bandaríkjanna án leyfis til griðaborga þar sem demókratar eru óviljugir til að breyta innflytjendalögum.

Griðaborgir ganga undir þessu nafni þar sem þar hafa yfirvöld neitað að sækja eða „framselja“ innflytjendur sem hafa komið til landsins án leyfis þegar á að vísa þeim út landi. Í borgunum geta innflytjendur búið, svo lengi sem þeir komast ekki í kast við lögin. San Francisco er ein þeirra og segir London Breed, borgarstjóri San Francisco, hugmynd Trump hræðsluáróður til að komast á forsíður fjölmiðla og afvegaleiða almenning frá raunverulegum vandamálum.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að þessi skoðun Trumps sýni enn og aftur að hann sé ekki hæfur til að gegna forsetaembættinu. „Þetta sýnir vanvirðingu gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem ríki, sem þjóð, að horfast í augu við hver við erum: Þjóð innflytjenda,“ sagði Pelosi.

Í yfirlýsingu fráfarandi borgarstjóra Chicago-borgar vegna hugmyndar Trumps um griðaborgir segir Rahm Emanuel að Trump geri sér ekki grein fyrir því að Bandaríkin öll séu griðland.


mbl.is
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Vor í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...