Jafnaðarmenn sigurvegarar í Finnlandi

Antti Rinne, formaður jafnaðarmanna í Finnlandi.
Antti Rinne, formaður jafnaðarmanna í Finnlandi. AFP

Jafnaðarmenn eru sigurvegarar kosninganna í Finnlandi ef marka má útgönguspá. Samkvæmt henni fá þeir 19% fylgi og eru líkur á fyrstu vinstristjórninni í Finnlandi í 16 ár.

Talin hafa verið 45% atkvæða en Miðflokkurinn, sem var stærsti flokkurinn fær 15%, sama og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar. Samstöðuflokkurinn fær rúm 17% atkvæða.

Juha Si­pilä for­sæt­is­ráðherra og hægri­stjórn hans sögðu af sér fimm vik­um fyr­ir kosn­ing­ar. Si­pilä mistókst að koma um­deildu frum­varpi um breyt­ing­ar á fé­lags­mála- og heil­brigðis­lög­gjöf lands­ins í gegn­um þingið. 

Kjörstaðir opnuðu klukk­an níu að staðar­tíma í morg­un og lokuðu klukk­an átta í kvöld, eða klukk­an fimm síðdeg­is að ís­lensk­um tíma. Útgönguspáin byggir á utankjörfundaratkvæðum, sem verður lík­lega góður fyr­ir­boði um raun­veru­leg úr­slit þar sem rúm ein og hálf millj­ón, rúm­ur þriðjung­ur kosn­inga­bærra, greiddi at­kvæði utan kjör­fund­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert