Segir Trump ekki hvetja til ofbeldis

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, varði í dag Donald Trump Bandaríkjaforseta af ásökunum þess efnis að hann væri að hvetja til ofbeldis gegn Demó­krataþing­kon­unni Ilh­an Omar eftir að Trump birti myndskeið á Twitter þar sem hún talar um árás­irn­ar á tví­bura­t­urn­ana.

Omar var á ráðstefnu CAIR, ráðgjaf­ar­nefnd­ar um banda­rísk-ís­lömsk sam­skipti, að ávarpa múslima, og sagði um þau sam­tök: „Hér er sann­leik­ur­inn. Um of langa hríð höf­um við lifað við þá óþægi­legu til­finn­ingu að vera ann­ars flokks borg­ar­ar. Ég verð að segja að ég er orðin þreytt á því og hver ein­asti múslimi í þessu landi ætti að vera þreytt­ur á því. CAIR var stofnað eft­ir 9/​11, af því þeir geng­ust við því að eitt­hvað fólk gerði eitt­hvað og að við vær­um öll byrjuð að glata rétt­ind­um okk­ar sem borg­ar­ar,“ sagði Omar í ræðu sinni.

Trump birti myndband á Twitter-síðu sinni þar sem klippt er saman brot úr ræðu Omar og myndefni af árásunum. Færslan er fest efst á Twitter síðu hans og hafa níu milljónir manna horft á hana. „11. SEPTEMBER 2001. VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA!" skrifaði Trump með færslunni.

Fjölmargir þingmenn Demókrata, þeirra á meðal Beto O'Rourke, Kamala Harris og Alexandria Ocasio-Cortez hafa komið Omar til varna. Þingmennirnir segja að forsetinn og aðrir Repúblikanar taki orð hennar vísvitandi úr samhengi og stofni lífi hennar í hættu.

Ilh­an Omar hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að gera lítið úr ...
Ilh­an Omar hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að gera lítið úr árás­un­um á tví­bura­t­urn­ana 11. sept­em­ber 2001. AFP

„Forsetinn hefur ekkert illt í hyggju og hvetur ekki til ofbeldis gegn fólki,“ sagði Sanders en bætti því við að það væri rétt hjá honum að benda á ummæli Omar. Hún sagði að Omar hefði áður gerst sek um gyðingaandúð.

Omar sagði sjálf að enginn, sama hversu spilltur eða grimmur viðkomandi væri, gæti ógnað staðfastri ást hennar á Bandaríkjunum.

mbl.is
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þeku
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þekur 12.5cm. Verð kr. 550 lm án vsk. Uppl. s...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...