Bruninn í Notre Dame í beinni

CBS sjónvarpsstöðin sendir beint út frá brunanum í Notre Dame ...
CBS sjónvarpsstöðin sendir beint út frá brunanum í Notre Dame líkt og fleiri sjónvarpsstöðvar. Skjáskot/CBS

Mikill eldur logar nú í Notre Dame-kirkjunni í París og leggur eldtungur og þykk reykský yfir Parísarborg og er stærsti turn kirkjunnar nú hruninn. CBS-sjónvarpsstöðin sendir beint út frá eldinum og er hægt að fylgjast með brunanum þar.

BBC hefur eftir talsmanni kirkjunnar að öll byggingin sé að brenna. „Það verður ekkert eftir,“ sagði hann. 

Slökkviliðsbíl­ar hafa sést þjóta í gegn­um borg­ina í átt að Ile de la Cite þar sem Notre Dame stend­ur. Þá hef­ur lög­regl­an í Par­ís hvatt íbúa borg­ar­inn­ar á Twitter til að forðast svæðið til að auðvelda megi aðgengi slökkviliðs og hjálp­ar­sveita og búið er að rýma svæðið næst kirkjunni.


 

mbl.is
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Frá Kattholti
Munið að með því að gerast félagar í Kattavinafélagi Íslands styðið þið við star...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...