„Ég sá fyrir tilviljun hvítan reyk“

Notre-Dame kirkjan er í ljósum logum.
Notre-Dame kirkjan er í ljósum logum. AFP

„Ég sá fyrir tilviljun hvítan reyk stíga upp þegar ég var að fara frá kirkjunni. Ég áttaði mig ekki á að það væri kviknað í. Ég sá það svo í fréttum,“ segir Jón Þór Sturluson sem gekk fram hjá Notre-Dame kirkj­unni í Par­ís skömmu áður en eldurinn braust út.  

Hann taldi hvíta reykinn sem steig til himins tengjast framkvæmdunum á kirkjunni sem standa nú yfir. 

Jón Þór er staddur á kaffihúsi í um 2-300 metra frá Notre-Dame kirkj­unni. Í samtali við mbl.is heyrist glögglega í sírenum frá slökkviliðs- og lögreglubílum sem renna fram hjá kaffihúsinu. Mikill viðbúnaður er vegna eldsvoðans.  

Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins er í París.
Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins er í París. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert