Frúarkirkja í björtu báli (myndasyrpa)

Heimsbyggðin hefur fylgst með fréttum af Notre Dame-dómkirkjunni sem hefur staðið í ljósum logum í París, höfuðborg Frakklands, í dag og í kvöld. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur barist við eldana og í kvöld bárust fréttir af því að tekist hafi að bjarga kirkjunni, sem er einnig þekkt sem Frúarkirkjan, frá gjöreyðileggingu. Þó er ljóst að tjónið er gríðarlegt.

Fjölmargir hafa fylgst með aðgerðunum í dag, þar sem kirkjan stendur í hjarta Parísar, örskammt frá bakka Signu.

Fyrsta skóflustungan að kirkjunni var tekin árið 1163 en byggingu var ekki lokið fyrr en 1345. Dómkirkjan var byggð í nýgotneskum stíl og átti kirkjan að endurspegla stöðu Parísar sem höfuðborgar franska konungsveldisins. Notre Dame er 130 metra löng, 48 metra breið og 35 metra há. Rósargluggarnir sem prýða dómkirkjuna eru tíu metrar í þvermál og turnarnir tveir fremst eru 69 metra háir. Í syðri turninum er Emmanuel-kirkjuklukkan sem vegur 13 tonn.

Meðfylgjandi myndir sýna aðstæður á vettvangi í dag. 

mbl.is
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...