Féll til bana í Taílandi

Að fara í aparólu um frumskóginn er vinsæl dægradvöl í …
Að fara í aparólu um frumskóginn er vinsæl dægradvöl í Chiang Mai. Af vefnum flightofthegibbon.com

Kanadamaður féll um tólf metra og til bana úr aparólu (e. zip line) á vinsælum ferðamannastað í norðurhluta Taílands.

Til Chiang Mai, þar sem slysið varð, hópast ferðamenn allt árið um kring enda paradís fornminja, grænna skóga og fagurra fossa. Svæðið hefur síðustu ár verið valkostur við strandparadísirnar sem eru orðnar troðfullar af ferðamönnum.

Ferðamaðurinn, sem var 25 ára gamall, var að taka þátt í því sem kallast Flótti Gibbons (e. Flight of the Gibbon) sem er vinsæl dægradvöl á þessum slóðum og felur í sér að viðkomandi er klæddur í beisli og það svo fest við stállínu sem hann rennur eftir í gegnum frumskóginn. Slysið átti sér stað á laugardag að því er lögreglan segir. Féll maðurinn úr aparólunni þegar hann var kominn um hálfa leið í gegnum svæðið. Lögreglan rannsakar nú orsök slyssins. Enginn hefur enn verið ákærður vegna málsins.

Ungi maðurinn var á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert