Leitar feðginanna við Notre Dame á Twitter

Maðurinn og stúlkan virtust áhyggjulaus að leik framan við kirkjuna …
Maðurinn og stúlkan virtust áhyggjulaus að leik framan við kirkjuna um klukkutíma áður en hún brann. Ljósmynd/Brooke Windson

Mikil leit stendur nú yfir á samfélagsmiðlum að karlmanni sem sést með með stelpubarni á mynd framan við Notre-Dame dómkirkjuna klukkutíma áður en eldur kom upp í kirkjunni í gærdag. 

Myndin, sem virðist sýna feðgin áhyggjulaus að leik fyrir framan þetta þekkta minnismerki sem varð fyrir miklum skemmdum í gær, hefur fengið mikla útbreiðslu á Twitter. Bandaríska konan sem tók myndina, Brooke Windsor, hefur biðlað til Twitter-notenda að aðstoða sig við að finna manninn og stelpuna á myndinni.

„Twitter ef þú býrð yfir einhverjum töfum hjálpaðu þá honum að finna þetta,“ skrifaði hún á síðu sinni.

Er fréttin var skrifuð var búið að deila Twitter skilaboðunum 153.000 sinnum af fólki víða um heim sem virtist staðráðið í að aðstoða Windsor við að hafa uppi af þeim.

Windsor, sem er frá Michigan, sagði í samtali við BBC að sér hefði ekki enn tekist að hafa uppi á manninum og stúlkunni en að hún væri bjartsýn á að það myndi takast.

mbl.is