Minntust Notre Dame á fundi UNESCO

Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, fylgd­ist með brun­anum ...
Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, fylgd­ist með brun­anum úr fjar­lægð á brú yfir Signu í 4 hverfi í Par­ís­ar­borg. „Við horfðum á kirkjuna að aftanverðu og sáum hvernig þakið eða kirkjuskipið fuðraði upp fyrir augunum á manni.“ AFP

Notre Dame-dómkirkjan var ofarlega í huga Kristjáns Andra Stefánssonar, sendiherra Íslands í Frakklandi, og annarra fundarmanna á fundi framkvæmdastjórnar UNESCO í morgun, en kirkjan hefur verið á heims­minja­skrá UNESCO frá 1991.

„Fundurinn hófst á því að menn minntust þessa atburðar og lýstu stuðningi og samhug við Frakka. Þetta verður ofarlega í huga hvar sem maður kemur,“ segir Kristján í samtali við mbl.is.

Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, sat fund framkvæmdastjórnar ...
Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, sat fund framkvæmdastjórnar UNESCO í morgun þar sem eldsvoðinn í Notre Dame var mönnum ofarlega í huga og hófst fundurinn á því að lýsa stuðningi og samhug við Frakka. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í gær og fylgdust Parísarbúar og líklega heimsbyggðin öll með þessari merku og sögufrægu brenna. „Þetta setur auðvitað mikinn svip á stemninguna í borginni og umræðu í fjölmiðlum og hvert sem maður kemur,“ segir Kristján.

Kristján fylgd­ist með brun­an­um fyrst um sinn úr fjar­lægð á brú yfir Signu í 4. hverfi í Par­ís­ar­borg. „Við horfðum á kirkjuna að aftanverðu og sáum hvernig þakið eða kirkjuskipið fuðraði upp fyrir augunum á manni.“

Mikill mannfjöldi safnaðist saman í nágrenni kirkjunnar til að fylgjast með brunanum og segir Kristján að allar brýr hafi verið yfirfullar. „Margir voru mjög slegnir og í mikilli geðshræringu.“

Notre Dame-dómkirkjan í París hefur verið á heims­minja­skrá UNESCO frá ...
Notre Dame-dómkirkjan í París hefur verið á heims­minja­skrá UNESCO frá 1991. AFP

Emmanuel Macron for­seti kom tvisvar á vettvang brunans, fyrst skömmu eftir að tilkynnt var um hann og seinna um kvöldið flutti hann ávarp fyr­ir utan kirkj­una og sagði hann elds­voðann „hroðal­eg­an harm­leik“ og að átak­an­legt væri að horfa á „hluta af okk­ur öll­um brenna“. Hann hét því að end­ur­byggja Notre Dame.

„Hann minntist þess hvaða hlutverki kirkjan hefur haft að gegna sem hluti af þeirra menningararfleifð og byggingararfleifð. Þegar hann lýsti þessu yfir var búið að segja frá því að þeir gátu varið turnana þannig ég held að það hafi skipt öllu máli svo að hann gæti lýst þessu yfir,“ segir Kristján.   

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...