Norðmaður í 14 ára fangelsi

Frode Berg á meðan hann beið eftir því að dómurinn …
Frode Berg á meðan hann beið eftir því að dómurinn félli. AFP

Rússneskur dómstóll hefur dæmt Norðmanninn Frode Berg í fjórtán ára fangelsi. Hann var ákærður fyrir að hafa njósnað um rússneska kjarnorkukafbáta.

Saksóknarinn í málinu hafði farið fram á fjórtán ára fangelsi yfir Berg, sem er 63 ára. Lögmaður hans, Ilya Novikov, sagði eftir að dómurinn féll að honum verði ekki áfrýjað.

Fyrr­ver­andi rúss­nesk­ur emb­ætt­ismaður hafði áður verið ákærður fyr­ir að af­henda Berg skjöl um rúss­neska sjó­her­inn og hlaut hann þrett­án ára fang­els­is­dóm í des­em­ber.

Berg játaði að hafa starfað sem send­ill fyr­ir norsku leyniþjón­ust­una í nokk­ur skipti en kvaðst ekk­ert vita frek­ar um send­ing­arn­ar.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert