Páfinn biður fyrir Parísarbúum

Frans páfi.
Frans páfi. AFP

Frans páfi segist standa með Frakklandi og biður fyrir kaþólskum og Parísarbúum í kjölfar eldsvoðans mikla í Notre Dame-dómkirkjunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vatíkaninu.

„Frakkland stendur páfanum nærri og hann biður fyrir frönskum kaþólikkum og íbúum Parísar í kjölfar þessa hræðilega eldsvoða sem varð í Notre Dame-dómkirkjunni,“ skrifar fjölmiðlafulltrúi Vatíkansins, Alessandro Gisotti, á Twitter. „Hann biður fyrir þeim sem standa andspænis þessum hræðilega atburði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert