Sendur í útlegð vegna fegurðarsamkeppni

Presturinn getur ekki snúið aftur til stafra fyrr en eiginkona …
Presturinn getur ekki snúið aftur til stafra fyrr en eiginkona hans hefur beðist afsökunar. Mynd úr safni. AFP

Rússneskur prestur rétttrúnaðarkirkjunnar í Úralfjöllum þarf að yfirgefa þorpið sitt yfir páskana vegna þess að eiginkona hans tók þátt í fegurðarsamkeppni. Eiginkona hans, Oksana Zotova, rekur snyrtistofu í borginni Magnitogorsk og vann til verðlauna í fyrrgreindri fegurðarsamkeppni. BBC greinir frá

Prestinum, Sergei Zotov, er gert að taka út refsingu sína í þorpinu Fershampenuaz sem er 65 kílómetrum frá heimaborg þeirra hjóna. Þar búa um 4 þúsund manns. 

Af þessu tilefni var kirkjuráð biskupsumdæmisins kallað saman og það kvað upp þessa refsingu prestsins. „Það er mikil synd að kona prest skuli sýna sjálfan sig á þennan hátt,“ segir Feodor Saprykin formaður ráðsins. Hann segir jafnframt að presturinn getur ekki snúið aftur til starfa fyrr en „eiginkona hans hefur iðrast.“

„Hvers konar prestur er það sem getur ekki stjórnað sinni eigin fjölskyldu?“ spyr Saprykin og bætir við: „Hvernig hyggst hann stýra söfnuði sínum?“ 

Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi. Sitt sýnist hverjum um viðeigandi hegðun rússneskrar prestsfrúar á 21. öldinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert