Greta barðist við grátinn

Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún flutti ræðu fyrir umhverfisnefnd Evrópuþingsins í gær. Hún bar eldsvoðann í Notre Dame-dómkirkjunni saman við neyðarástand í loftslagsmálum. Sagði hún umheiminn hafa horft skelfingu lostinn á það þegar kirkjan brann. Það væri skiljanlegt, sumar byggingar væru meira en bara byggingar. „En Notre Dame verður endurbyggð. Ég vona að stoðir hennar séu sterkar. Ég vona að stoðir okkar séu jafnvel enn sterkari. En ég óttast að þær séu það ekki.“

Thunberg, sem er sextán ára, sagði líkt og hún hefur ítrekað áður að tíminn sé að renna frá okkur, það þurfi að grípa til aðgerða í loftslagsmálum þegar í stað. „Ég vil að þið verðið hrædd, ég vil að þið bregðist við eins og húsið sé alelda.“

Greta vitnaði til rannsókna sem gerðar hafa verið að undirlagi Sameinuðu þjóðanna og þurfti að berjast við tárin á meðan hún flutti ræðuna. Hún vakti athygli á því að samkvæmt rannsóknum væru tegundir að deyja út hraðar en áður var talið, á mikilli jarðvegs- og skógareyðingu, loftmengun og súrnun hafsins. Henni var ákaft fagnað af viðstöddum á meðan hún var að jafna sig og hélt svo ræðu sinni áfram. „Þið þurfið að hlusta á okkur. Við getum ekki kosið,“ sagði hún og vísaði til barna og ungmenna sem hafa síðustu vikur tekið þátt í loftslagsmótmælum um allan heim. „Þið þurfið að kjósa fyrir okkar hönd, barna ykkar og barnabarna. Í þessum kosningum þá kjósið þið um lífsgæði mannkyns í framtíðinni.“

Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins kjósa til Evrópuþingsins í lok maí. Í framhaldinu verður nýr framkvæmdastjóri ESB valinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....