Ivanka hafnaði bankastjórastöðunni

Ivanka Trump er þessa dagana á ferð í Afríku þar ...
Ivanka Trump er þessa dagana á ferð í Afríku þar sem hún tekur þátt í fundi frumkvöðlakvenna. AFP

Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað stöðu bankastjóra Alþjóðabankans þegar Trump spurði hvort hún hefði áhuga á starfinu. Trump sagði í viðtali við tímaritið Atlantic í síðustu viku að hann hefði spurt dóttur sína hvort hún hefði áhuga á þessari æðstu stöðu bankans „af því að hún væri mjög góð með tölur“.

AP-fréttaveitan hefur eftir Ivönku Trump í dag að hún hafi sagt forsetanum að hún væri „ánægð með starf sitt“ í Hvíta húsinu sem ráðgjafi. Hún átti þó þátt í vali forsetans á bandaríska hagfræðinginum David Malpass í stöðuna og sagði hún við AP að Malpass muni vinna „frábært starf“ hjá bankanum.

Spurð hvort að forsetinn hafi boðið henni einhver fleiri háttsett störf sagði hún það vera milli þeirra tveggja.

Trump greindi frá því í viðtali í síðustu viku að hann hefði hugleitt dóttur sína í fjölda starfa, m.a. í stöðu fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum af því að hann telji hana vera „diplómat að eðlisfari“.

Hann hafi hins vegar verið varaður við að tilnefna hana, af því að „þeir munu segja það frændhygli, jafnvel þegar það hefur ekkert með frændhygli að gera,“ sagði Trump.

mbl.is
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði.
Húsnæði óskast frá 15/06-15/09, í 221 Hafnarfjarði, 3-4 svefnherbergi. Helst með...
Frímerkjasafnarar
Frímerkjasafnarar Þýskur alvöru frímerkjasafnari vill komast í kynni við íslensk...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...